No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, miðvikudag 13. júní, var haldinn 144. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfissviðs dags. 22. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Vélmiðstöð ehf., í útboðinu Útboð á leigu og viðhaldi á metanknúnum sorpbílum nr. 10951.
Samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson, Umhverfissviði, sat fundinn við meðferð málsins.
2. Erindi Framkvæmdasviðs dags. 4. júní sl. þar sem lagt er til aðgengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðinni Höfða ehf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2007, útboð 1.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson, Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.
3. Erindi Framkvæmdasviðs dags. 4. júní sl. þar sem lagt er til aðgengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2007, útboð 2.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson, Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.
4. Erindi Framkvæmdasviðs dags. 4. júní sl. þar sem lagt er til aðgengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2007, útboð 3.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson, Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.
5. Erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 8. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum 4 aðila í rammasamningsútboðinu Rammasamningur um prentun, nr. 10910
Samþykkt.
Friðfinnur Hreinsson, Innkaupa- og rekstrarskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.
6. Erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 8. júní sl., þar sem óskað er eftir að gengið verði að tilboði Bé Bé ehf. í flokki 2 í rammasamningsútboðinu Rammasamningur um hreinlætisvörur o.fl. nr. 10891.
Samþykkt.
Friðfinnur Hreinsson, Innkaupa- og rekstrarskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.
7. Yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 8. júní sl. yfir viðskipti við skrifstofuna ímaí 2007.
Fundi slitið kl. 10:15.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson