No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, þriðjudag 22. maí, var haldinn 143. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Bolli Thoroddsen og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs dags. 10. maí sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að gera viðbótarsamning við Línuhönnun hf. vegna verksins Malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Reykjavík 2004-2006 Útboð nr. 10275.
Samþykkt.
Sighvatur Arnarsson, framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs dags. 11. maí sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs að gera viðaukasamning við Spöng ehf. vegna verksins Ölduselsskóli 4. áfangi viðbygging.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði bókað:
Hér er um að ræða tvo hluta í sama verki, þ.e. viðbyggingu við Ölduselsskóla. Einn verktaki fékk fyrri hlutann, þ.e. uppsteypu, en nú er eftir að bjóða út ýmsan frágang innanhúss. Tillagan sem lá fyrir fundinum gerir ráð fyrir að verktaki fyrri hluta verksins sjái um stjórnun og rekstur síðari hluta verksins sem eftir er að bjóða út, en þar er um marga verkþætti að ræða.
3. Erindi framkvæmdasviðs dags. 18. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Pípulagningaverktaka ehf, í útboðinu Laugarnesskóli, breytingar og endurbætur 2007 - Verk nr. 10957.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.
4. Erindi innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 21. maí, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum tiltekinna aðila í rammasamningsútboðinu Hreinlætispappír, ræsting og hreinlætisefni, tæki og áhöld til hreingerningar og plastpokar - Útboð nr. 10891.
Samþykkt.
5. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá 10. janúar sl.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði bókað:
Vakin er athygli á því að ekki hafa borist svör frá þeim tveim sviðum borgarinnar sem hafa með hendi meginhluta þeirra innkaupa sem hér var spurt um.
Fundi slitið kl. 12:40.
Ingólfur Sveinsson
Bolli Thoroddsen Stefán Jóhann Stefánsson