Innkauparáð - Fundur nr. 142

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 8. maí, var haldinn 142. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Sif Sigfúsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 7. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Fjölverks verktaka ehf., í útboðinu Gönguleiðir og ræktun 2007 – Útboð II.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 4. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gámaþjónustunnar hf., í útboðinu Sorphirða fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt.

3. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 4. maí sl. þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja rammasamning um kjöt til allt að eins árs.
Samþykkt.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 4. maí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í apríl 2007.

5. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrispurn:

Nú eru fjórir mánuðir frá því að fulltrúi Samfylkingarinnar óskaði eftir upplýsingum sem ákveðið var að taka saman eftir fullyrðingar borgarstjóra á borgarstjórnarfundi 19. desember 2006 um að nánast ekkert af aðkeyptri sérfræðiþjónustu fyrir 830 milljónir króna á fyrstu 10 mánuðum ársins 2006 hafi verið boðin út. Á fundi innkauparáðs 10. janúar 2007 var óskað eftir skýringum sem vitað var að voru í vinnslu, enda var þá ljóst að fullyrðingar borgarstjórans voru ekki byggðar á réttum grunni, og 2. mars 2007 voru þessar óskir ítrekaðar. Hver er skýringin á því að svar við þessu hefur ekki borist þótt vitað sé að upplýsingar liggi fyrir? Hvenær má búast við því að þessar upplýsingar verði kynntar?

Fundi slitið kl. 12:00.

Ingólfur Sveinsson

Sif Sigfúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson