Innkauparáð - Fundur nr. 140

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2007, miðvikudag 18. apríl, var haldinn 140. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Einar Eiríksson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 16. apríl sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Bjössa ehf., í útboðinu Gönguleiðir og ræktun 2007 – Útboð I – Verk nr. 10938.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 17. apríl sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslandsgarða ehf., í útboðinu 30 km hverfi – Úrbætur á gönguleiðum 2007 – Verk nr. 10934.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 17. apríl sl. þar sem óskað er eftir heimild innkauparáðs til framhaldskaupa á tilteknum þakeiningum á þjónustumiðstöðinni Sundlaugavegi 32 við tjaldstæðin í Laugardal.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og upplýsingatækni dags. 17. apríl sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Og fjarskipta ehf., í útboðinu Símaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg – Útboð nr. 10874.
Samþykkt.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 10. apríl sl. yfir viðskipti sviða og stofnana við skrifstofuna í mars 2007.



Fundi slitið kl. 17:10.

Ingólfur Sveinsson
Einar Eiríksson Stefán Jóhann Stefánsson