Innkauparáð - Fundur nr. 139

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, miðvikudag 4. apríl, var haldinn 139. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs dags. 29. mars sl. þar sem óskað er eftir því að innkauparáð staðfesti þá niðurstöðu samningskaupaferils um stýribúnað fyrir bílahús að tekið verði tilboði Smith & Norland.
Samþykkt.
Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 28. mars sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði G. Hannessonar ehf. í útboði „Strætó bs. Hesthálsi 14, þvottastöð búnaður“.
Samþykkt.
Ámundi Bryjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14:30.

Ingólfur Sveinsson
Stefán Jóhann Stefánsson