Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, miðvikudag 28. mars, var haldinn 138. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Einar Eiríksson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Menningar- og ferðamálasviðs dags. 26. mars sl. þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Hvalaskoðun Reykjavíkur í kjölfar samningskaupaferils um þjónustu í Viðey.
Samþykkt.
Berglind Ólafsdóttir og Örvar B. Eiríksson sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 16. mars sl. þar sem óskað er eftir því að innkauparáð heimili framsal á rammasamningi um þvottaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg vegna sölu á fyrirtæki samningsaðila.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 26. mars sl. þar sem lagt er til að tekið verði tilboði ráðgjafateymis Hornsteina ehf. og samstarfsaðila um hönnun leik- og grunnskóla í Norðlingaholti.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram erindi Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs dags. 16. mars sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að gera samning við Vinnuvernd ehf. um þróunarverkefni um þjónustu á sviði heilbrigðismála o.fl. fyrir Reykjavíkurborg.
Frestað.
Birgir Björn Sigurjónsson sat fundinn við meðferð málsins.
5. Lögð fram tilkynning Umhverfissviðs til innkauparáðs um fyrirhugað útboð á leigu og viðhaldi á sex metanknúnum sorpbifreiðum en útboðið verður auglýst á EES-svæðinu.
Fundi slitið kl. 10:50.
Ingólfur Sveinsson
Einar Eiríksson Stefán Jóhann Stefánsson