Innkauparáð - Fundur nr. 136

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 7. mars, var haldinn 136. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:10. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 2. mars sl. þar sem óskað er eftir samþykki innkauparáðs á kaupum á lyftubúnaði í verkstæði Strætó bs. að Hesthálsi.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 14:00 Guðbjörg Eggertsdóttir vék af fundi.

2. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti við skrifstofuna í febrúar 2007.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sem lögð var fram á fundi innkauparáðs 2. mars sl.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði bókað:
Minnt er á að samkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar skal beita útboðum þar sem því verður við komið. Ekki verður séð að það hafi ekki verið hægt í þessu tilviki enda er hér bæði um leigu og sölu fasteigna að ræða. Þegar um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða er sérstaklega mikilvægt að fylgt sé meginstefnumálum við innkaup og beitt útboðum.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Meirihlutinn vitnar til svars lögfræðiskrifstofu Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar að samkvæmt a – lið 5. mgr. 4. gr. laga um opinber innkaup nr. 94/2001 teljast samningar um leigu eða kaup á byggingum ekki til samninga um vöru-, þjónustu- eða verksamninga. Af því leiðir að allir samningar sem Reykjavíkurborg gerir um kaup eða leigu á húsnæði eru undanþegnir lögum um opinber innkaup.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði bókað:
Á það skal minnt að í þessu máli er m.a. um sölu á stórum fasteignum borgarinnar að ræða og ekki óeðlilegt að útboðsaðferð sé beitt í slíku tilviki.

4. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sem lögð var fram á fundi innkauparáðs 22. nóvember sl.

Fundi slitið kl. 14:40.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson