Innkauparáð - Fundur nr. 135

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 2. mars, var haldinn 135. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sem lögð var fram á fundi innkauparáðs 22. febrúar sl.

2. Lagt fram að nýju erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. febrúar 2007, varðandi beiðni um að fara í bein samningskaup án útboðs um kaup á varnarbúnaði fyrir tölvukerfi til verndar á útstöðvum í grunn- og leikskólum.
Samþykkt.

- Sigþór Örn Guðmundsson, Menntasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir heimild til að framlengja samninga frá 18. maí 2005 um kaup á klór og sápu fyrir sundlaugar og íþróttamannvirki ÍTR og Menntasviðs.
Samþykkt.

- Ómar Einarsson, sviðstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

4. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs 1. mars 2007 var lagt fram bréf borgarstjóra varðandi leigu á skrifstofuhúnæði undir starfsemi borgarinnar, sbr. dagskrárlið nr. 20. Óskað er eftir því að þetta mál verði skoðað af innkaupa- og rekstrarskrifstofu og / eða lögfræðiskrifstofu með tilliti til þess hvort í þessu máli sé farið að lögum, reglum og stefnu borgarinnar um innkaup.
Frestað.

5. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi innkauparáðs 10. janúar 2007 var óskað eftir nánari upplýsingum frá Framkvæmdasviði og innkaupa- og rekstrarskrifstofu í framhaldi af fullyrðingum borgarstjóra á borgarstjórnarfundi 19. desember 2006 um aðkeypta sérfræðiþjónustu. Hér með er ítrekuð ósk um að innkaupa- og rekstrarskrifstofa gefi þær skýringar sem um var beðið og þá einkum hvort eðlilegar skýringar séu á því að ekki var boðið meira út af þeim verkum sem um var rætt í máli borgarstjóra.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:20.

Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson