Innkauparáð - Fundur nr. 134

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2007, fimmtudaginn 22. febrúar var haldinn 134. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. febrúar 2007, þar sem lagt var til að tekið yrði tilboði Véltækni ehf. í útboðinu Steyptir kantsteinar 2007 – 2009. R07010162.
Samþykkt.

- Ólafur Stefánsson, deildarstjóri á mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs kynnti erindið.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. febrúar 2007, þar sem lagt var til að tekið yrði tilboði Eyktar ehf. í útboðinu Flutningur Strætó bs. að Hesthálsi 14. R06120112.
Samþykkt.

- Þorkell Jónsson, deildarstjóri á mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs kynnti erindið.

3. Lagt fram til kynningar erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. febrúar 2007, varðandi beiðni um að fara í bein samningskaup án útboðs um kaup á varnarbúnaði til verndar á útstöðvum í grunn- og leikskólum.
Frestað, óskað eftir nánari upplýsingum frá Menntasviði.

4. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Samfylkingar í innkauparáði minnir á að nú eru liðnir þrír mánuðir frá því að hann lagði fram fyrirspurnir varðandi viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Eirar sem dagsett er 18. október 2006. Þessum fyrirspurnum hefur ekki enn verið svarað. Óskað er skýringa á þessum drætti.


Fundi slitið kl. 13:45.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson