Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 7. febrúar var haldinn 133. fundur innkauparáðs. Fundurinn var hald¬inn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 5. febrúar 2007 þar sem lagt var til að tekið yrði tilboði Spangar ehf. í útboðinu Ölduselsskóli 4. áfangi viðbygging.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs kynnti erindið.
2. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti í janúar 2007.
3. Kynning á samningum Reykjavíkurborgar við flugfélög.
4. Kynning á hugsanlegri kynnisferð innkauparáðs til Brussel í maí 2007.
Fundi slitið kl. 12:55.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson