Innkauparáð - Fundur nr. 130

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2006, föstudaginn, 27. desember var haldinn 130. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:15. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs dags. 15. desember sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenska Gámafélagsins ehf., í útboðinu Hreinsun gatna og gönguleiða 2007 – 2009, Útboð I.
Sighvatur Arnarsson, framkvæmdasviði, og Tryggvi Jónsson, ráðgjafi frá Hönnun, kynntu erindið.
Innkauparáð samþykkti erindið.
Meirihluti innkauparáðs óskaði bókað:
Niðurstaða á vali á tilboði er í samræmi við forsendur útboðsgagna og samræmist innkaupareglum Reykjavíkurborgar og hefur auk þess verið yfirfarin af lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.

2. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs dags. 15. desember sl. þar sem óskað er eftir að innkauparáð heimili að farið verði beint í lokað útboð án undangengis forvals, sbr. heimild í 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson, framkvæmdasviði, kynntu erindið.
Innkauparáð samþykkti erindið.

3. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti sviða við skrifstofuna í nóvember 2006.

Fundi slitið kl. 12:45.


Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson