Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, föstudaginn, 1. desember var haldinn 129. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs dags. 27. nóvember sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Setbergs byggingafélags ehf., í verkið Skólabær 6, Rofaborg – stækkun.
Ámundi Brynjólfsson, framkvæmdasviði, kynnti erindið.
- Kl. 12.25 tók Ingólfur Sveinsson sæti formanns á fundinum.
Innkauparáð samþykkti erindið.
2. Lagt fram erindi upplýsingatæknimiðstöðvar dags. 27. nóvember sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Framar ehf. í samningskaupaferli um kaup á hugbúnaði frá QPR fyrir Balanced Scorecard.
Einar Þórðarson, upplýsingatæknimiðstöð, og Helgi Bogason kynntu erindið.
Innkauparáð samþykkti erindið.
- Kl. 12.45 vék Guðbjörg Eggertsdóttir af fundi.
3. Lagt fram erindi menningar- og ferðamálasviðs dags. 29. nóvember sl. þar sem óskað er eftir heimild til samningskaupa um ferju- og veitingarekstur í Viðey.
Berglind Ólafsdóttir, skrifstofustjóri rekstrar og fjármála, og Örvar Birkir Eiríksson, skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, kynntu erindið.
Innkauparáð samþykkti erindið.
Fundi slitið kl. 13:55.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson