Innkauparáð - Fundur nr. 127

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 9. október, var haldinn 127. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:20. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 6. október sl. þar sem óskað er eftir heimild innkauparáðs til að ganga til beinna samninga við Nýherja um kaup á afritunarstöð.
Innkauparáð samþykkti erindið.

2. Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í innkauparáði, lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:

1. Hvernig hefur verið tekið tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup borgarinnar, sbr. 8. gr. í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar?
2. Hefur innkaupum í einhverjum tilvikum verið hafnað vegna umhverfissjónarmiða?
3. Hafa umhverfissjónarmið í einhverjum tilvikum ráðið niðurstöðu þegar vörur, þjónusta eða framkvæmdaaðili hefur verið valinn?
4. Hvaða svið borgarinnar hafa skilað reglulega til fagráðs yfirlitum forstöðumanna fagsviða um einstök viðskipti sem eru ein milljón króna eða hærri, sbr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar?

Innkaupa- og rekstrarskrifstofa tekur að sér að afla upplýsinga og kynna fyrir innkauparáði svör við ofangreindum fyrirspurnum.

Fundi slitið kl. 09:00.

Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson