Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 7. september, var haldinn 125. fundur innkauparáðs. Fundurinn var hald¬inn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 5. september sl. þar sem lagt er til við innkauparáð að samþykkt verði að gera rammasamning um kaup á fiski við Sjófisk ehf., Íslenskt sjávarfang ehf. og Ekruna ehf.
Innkauparáð samþykkti erindið.
2. Lögð fram skýrsla innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 4. september sl. um viðskipti sviða við skrifstofuna í ágúst 2006.
3. Kynntar fyrstu niðurstöður upplýsingaöflunar innkaupa- og rekstrarskrifstofu um innkaup einstakra sviða yfir einni milljón.
4. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir fjölda útboða og verðkannana frá 1. janúar 2004 til 1. september 2006.
Fundi slitið kl. 16:25.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson