No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 5. júlí, var haldinn 123. fundur innkauparáðs. Fundurinn var hald¬inn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lög¬fræði¬skrif¬stofu, Ólafur Jónsson skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðiskrifstofu, og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 4. júlí sl. þar sem niðurstöður úr útboði á rammasamningi um húsgögn eru kynntar og gerðar tillögur um að innkauparáð samþykki að samið verði við tilgreinda aðila. R0605025.
Innkauparáð samþykkti erindið.
2. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 3. júlí sl. yfir viðskipti við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í júní 2006.
Innkauparáð samþykkir að óska eftir því að innkaupa- og rekstrarskrifstofa safni saman til kynningar í innkauparáði mánaðarlegum yfirlitum forstöðumanna fagsviða um einstök viðskipti sem eru ein milljón króna eða hærri, sbr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
3. Samþykkt að með haustinu verði fundað með sviðstjórum fagsviða og farið yfir innkaupareglur Reykjavíkurborgar og verklag við innkaup.
4. Samþykkt að óska eftir því við innkaupa- og rekstrarskrifstofu að hún taki saman fyrir innkauparáð upplýsingar um það hvernig hlutur útboða í heildarinnkaupum Reykjavíkurborgar hefur þróast á undanförnum árum.
Fundi slitið kl. 13:55.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson