Innkauparáð - Fundur nr. 122

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 28. júní, var haldinn 122. fundur innkauparáðs. Fundurinn var hald¬inn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Fanný Jónsdóttir, Einar Eiríksson og Kjartan Valgarðsson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lög¬fræði¬skrif¬stofu, Ólafur Jónsson skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning lögfræðiskrifstofu á innkaupareglum Reykjavíkurborgar.

- 13:45 Kristbjörg Stephensen vék af fundi.

2. Lagt fram bréf framkvæmdasviðs dags. 12. júní sl., þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Sveinbjörns Sigurðssonar ehf., í verkefnið „Leikskóli Safamýri 30 –uppsteypa og fullnaðarfrágangur“. Útboð nr. 10770. R06050089.
Innkauparáð samþykki erindið.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf framkvæmdasviðs dags. 14. júní sl., þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, KNH ehf., í verkefnið „Stekkjabrekkur 1. áfangi – gatnagerð og lagnir“ útboð nr. 10759. R06050066.
Innkauparáð samþykkti erindið.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. í dag, þar sem óskað er eftir að innkauparáð samþykki að gengið verði að ganga til samninga við Mími – símenntun um framkvæmd Kvennasmiðju 9.
Frestað.
Elva Björk Garðarsdóttir og Stefanía Sörheller frá velferðarsviði sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 26. júní sl., varðandi val á rammasamningsaðilum fyrir þvottaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Lagt til að gengið verði til samninga við Fönn og Finku sf. R06050056.
Innkauparáð samþykkti erindið.

Fundi slitið kl. 14:48.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson