Innkauparáð - Fundur nr. 121

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 7. júní, var haldinn 121. fundur innkauparáðs. Fundurinn var hald¬inn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri Lög¬fræði¬skrif¬stofu og Íris Lind Sæmundsdóttir frá Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram kvörtun SÁÁ, dags. 28. apríl 2006, varðandi beiðni sam¬tak¬anna um að úrskurðað verði hvort eðlilega hafi verið staðið að samningi Vel¬ferð¬ar¬sviðs við Samhjálp um rekstur heimilis að Miklubraut 18 og 20.
Jafnframt lögð fram dög að rökstuddri ákvörðun innkauparáðs, dags. í dag.
Samþykkt.
- Kl. 13:10 tók Helgi Bogason sæti á fundinum.
2. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti sviða og stofnana borgarinnar við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í maí 2006.


Fundi slitið kl. 13:30.



Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson