Innkauparáð - Fundur nr. 120

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 31. maí, var haldinn 120. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildar¬stjóri á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrar¬skrifstofu, Íris Lind Sæmundsdóttir frá Lögfræðiskrifstofu og Eyþóra K. Geirs¬dóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi Skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 30. maí sl. þar sem óskað er heimild¬ar innkauparáðs til að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunar¬stöðvar¬inn¬ar Höfða hf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2006, útboð 1.
Samþykkt.

2. Erindi Skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 30. maí sl. þar sem óskað er heimild¬ar innkauparáðs til að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2006, útboð 2.
Samþykkt.

3. Erindi Skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 30. maí sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunar¬stöðv¬ar¬inn¬ar Höfða hf., í útboðinu Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2006, útboð 3.
Samþykkt.

- 13:30 tók Sighvatur Arnarson skrifstofustjóri Skrifstofu gatna- og eigna¬um¬sýslu sæti á fundinum og kynnti mál 1, 2 og 3.

4. Kynning Innkaupa- og rekstrarskrifstofu á nýrri heimasíðu skrifstofunnar.

Fundi slitið kl. 14:00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson