Innkauparáð - Fundur nr. 12

Innkauparáð

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2015, fimmtudaginn 18. júní, var haldinn 12. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:37. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Joanna Marcinkowska, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Lögð er fram úttekt, dags. 19.5.2015, frá Aðgengi ehf., á aðgengi í Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum.

Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram og koma með tillögur inn.

Samþykkt.

2. Lagt er fram minnisblað, dags. 20.5.2015, frá Aðgengi ehf., vegna vettvangskönnunar og funda sem fram hafa farið vegna aðgengismála í Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Efstaleiti.

Mannréttindaskrifstofu fallið að senda fyrirspurn á SEA vegna úttektar á lokatillögum vegna aðgengismál í húsnæðinu.

3. Lögð er fram umsögn, dags. 1.6.2015, frá umhverfis- og skipulagssviði, um aðgengi fatlaðs fólks að Hlöðunni í Gufunesbæ ásamt meðfylgjandi gögnum.

Samþykkt.

Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram. 

- Ragnheiður Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 12:21

4. Lagt er fram erindi, dags. 26.5.2015, frá skóla- og frístundasviði, vegna ferlimála í Háaleitisskóla.

Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram og koma með tillögur inn.

5. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Bíó Paradís.

Fundi slitið kl. 12:32

Kristín Soffía Jónsdóttir

Arnar Helgi Lárusson Ragnheiður Gunnarsdóttir 

Lilja Sveinsdóttir Ragnhildur Guðmundsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir 

PDF útgáfa fundargerðar
Ferlinefnd fatlaðs fólks 18.6.2015 - prentvæn útgáfa