Innkauparáð - Fundur nr. 119

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 24. maí, var haldinn 119. fundur í innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnfram sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi Framkvæmdasviðs dags. 18. maí sl. um að tekið verði tilboði frá Sport-tæki ehf., „Offer 1 – Grennfields Real FT60 Slide“, í útboðinu „Artificial Turf Surface“.
Samþykkt.

- Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Erindi Framkvæmdasviðs dags. 22. maí sl. þar sem óskað er eftir að innkauparáð heimili að farið verið í lokað útboð án forvals með framkvæmdir fyrir nýja aðstöðu fyrir Strætó bs. að Breiðhöfða, með vísan til heimildar í 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.

- Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Erindi Framkvæmdasviðs dags. í dag þar sem óskað er eftir að innkauparáð heimili samningskaup við Urð og grjót ehf. á grundvelli a-liðar 1. mgr. 20. gr. laga um opinber innkaup, þar sem engin tilboð bárust í útboðinu Tónlistar- og ráðstefnuhús. Færsla lagna og strengja. Útboð nr. 06032 (10741).
Samþykkt.

- Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Kynning Innkaupa- og rekstrarskrifstofu á rekstrarleigu á bifreiðum fyrir framkvæmdasvið.

Fundi slitið kl. 13:31.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson