Innkauparáð - Fundur nr. 118

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 17. maí, var haldinn 118. fundur í innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnfram sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs dags. 16. maí s.l. þar sem óskað er eftir samþykki innkauparáðs til að kaupa stjórnbúnað í bílahús o.fl. með samningskaupaferli að undangenginni auglýsingu.
Innkauparáð samþykkti erindið.
Stefán Haraldsson sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 13:25 vékHrólfur Ölvisson af fundi.

2. Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs dags. í dag þar sem óskað er eftir samþykki innkauparáðs á að tekið verið tilboði Smith og Norðland hf. nr. 5 í útboðinu Miðamælar fyrir Bílastæðasjóð.
Innakauparáð samþykkti erindið.
Stefán Haraldsson sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 14:02 tók Hrólfur Ölvisson sæti á fundinum að nýju.

3. Lögð fram kæra SÁÁ til innkauparáðs dags. 28. apríl 2006 vegna samnings Velferðarsviðs við Samhjálp um rekstur heimilis fyrir heimilislausa að Miklubraut. Jafnframt lagt fram minnisblaðlögfræðiskrifstofu dags. 16. maí 2006.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14:30

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson