No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 10. maí, var haldinn 117. fundur í innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnfram sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertssdóttir, deildarstjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmdasciðs dags. 8. maí sl. um að gengið verði að tilboði Bergþórs ehf. í útboðinu Steyptar gangstéttir og ræktun – útboð II.
Innkauparáð ákveður að gengið verði til samninga við Fjölverk verktaka ehf.
Höskuldur Tryggvason og Þorkell Jónsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 8. maí sl. um að gengið verði að tilboði Sportís ehf. í útboðinu Ármann Þróttur – Fimleikatæki og búnaður.
Innkauparáð samþykkir erindið.
Höskuldur Tryggvason og Þorkell Jónsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 3. maí sl. um að tilboði lægstbjóðanda, Trévinnustofunnar ehf., í útboðinu „ÍR gervisgrasvöllur 2. áfangi - Jarðvinna o. fl.“
Innkauparáð samþykkir erindið.
Höskuldur Tryggvason og Þorkell Jónsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. í dag um að öllum tilboðum verði hafnað í útboði um rekstrarleigu á bifreiðum.
Innkauparáð samþykkti erindið.
5. Lagt fram yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti sviða o.fl. við Innkaupa- og rekstrarskrifstofu í apríl 2006.
6. Lögð fram kæra SÁÁ til innkauparáðs dags. 28. apríl 2006 vegna samnings Velferðarsviðs við Samhjálp um rekstur heimilis fyrir heimilislausa að Miklubraut.
Frestað.
7. Kynning á úrskurði kærunefndar útboðsmála dags. 2. maí sl. í máli vegna útboðs á ruslastömpum fyrir miðbæ Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 13:47
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson