Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 3. maí, var haldinn 116. fundur í innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnfram sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertssdóttir, deildarstjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 24.04.06 þar sem óskað er eftir heimild til að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Fjölverks - verktaka ehf., í útboðinu „30 km hverfi og úrbætur á gönguleiðum - Verk. nr. 10713“.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Framkvæmda- sviðs sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. í dag þar sem óskað er eftir því að innkauparáð samþykki niðurstöðu Innkaupa- og rekstrarskrifstofu í útboði um kaup á kjöti og kjötvörum nr. 10595.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. í dag um að innkauparáð samþykki að öllum tilboðum í árshlutaleigu í útboði um rekstrarleigu og árshlutaleigu á bifreiðum verði hafnað.
Samþykkt.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti sviða o.fl. við Innkaupa- og rekstrarskrifstofu í mars 2006.
Fundi slitið kl. 14:17
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson