Innkauparáð - Fundur nr. 112

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 29. mars, var haldinn 112. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.40. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertssdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu gatna- og eignaumsýslu framkvæmdasviðs dags. 16. mars sl. um að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæ Colas ehf., í útboðinu Malbiksviðgerðir 2006-2007. Jafnframt er lagt fram staðfesting innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 13. mars 2006 um að fyrirtækið hafi staðist fjárhagsskoðun.
Samþykkt.

Guðbjartur Sigfússon sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs dags. 20. mars sl. um að heimilað verði að gengið verði til samningaviðræðna við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um nýjan leikskóla við Safamýri 32 – Álftaborg á grundvelli alútboðs.
Frestað.

Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs dags. 27. mars sl. um að heimiluð verði bein kaup á lagnaefni fyrir lóðaframkvæmdir TRH.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 21. mars sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að taka tilboði lægstbjóðanda, Vélamiðstöðvarinnar ehf., í útboði á leigu og viðhaldi á metanknúnum sorpbílum. Jafnframt er lagt fram staðfesting Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 28. mars 2006 um að fyrirtækið hafi staðist fjárhagsskoðun.
Samþykkt.

5. Lagt fram erindi innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 28. mars sl. um heimild til að framlengja samning við Og-fjarskipti um símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt.

6. Lagt fram minnisblað lögfræðiskrifstofu dags. 20. mars sl. um dóm héraðsdóms Reykjaness í málinu Reykjavíkurborg gegn GT verktökum ehf.


Fundi slitið kl. 14:18.


Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson