Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 15. mars, var haldinn 111. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.40. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertssdóttir, deildarstjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 13. mars sl. þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að leita beinna samningskaupa við endurnýjun á Balanced Scoecard (BSC) hugbúnaði Reykjavíkurborgar. Kaupin eru fyrispurnarskyld.
Samþykkt.
2. Innkaupa- og rekstrarskrifstofa kynnir tilboð bjóðenda í kjötútboði.
3. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 7. mars sl. þar sem óskað er eftir því að innkauparáð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Tinnuberg ehf., í útboðið “Gangstéttir viðgerðir 2006 – 2007”. Jafnframt er lögð fram staðfesting Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 13. mars sl. þess efnis að Tinnuberg ehf. hafi staðist fjárhagsskoðun.
Samþykkt.
Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri Gatna og eignaumsýslu, sat fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti í febrúar 2006.
Fundi slitið kl. 13:38.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson