Innkauparáð - Fundur nr. 110

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, þriðjudaginn 28. febrúar, var haldinn 110. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.45. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram samningur Framkvæmdasviðs við ÍAV um lóðaframkvæmdir við TRH.

Samningurinn samþykktur með tveimur atkvæðum, fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagðar fram tilkynningar um fyrirhuguð útboð á EES-svæðinu. Yfirlit Innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 21. febrúar sl. yfir væntanleg EES útboð sem hafa verið auglýst með forauglýsingu. Tilkynning Umhverfissviðs dags. 20. febrúar sl. um fyrirhugað útboð á leigu og viðhaldi á tveim metanknúnum sorpbifreiðum. Tilkynning Framkvæmdasviðs dags. 24. febrúar sl. um fyrirhugað útboð á fimleikatækjum og búnaði. Tilkynning Framkvæmdasviðs dags. 27. febrúar. sl. um fyrirhugað útboð á hönnun Norðlingaskóla.

Fundi slitið kl. 14:35.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson