Innkauparáð - Fundur nr. 108

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 8. febrúar, var haldinn 108. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýslu á Framkvæmdasviði dags. 23. janúar sl., þar sem farið er fram á að innkauparáð heimili að samningur um framleiðslu á umferðarmerkjum verði framlengdur um eitt ár. R06010188.
Samþykkt.
Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri gatna- og eignaumsýslu á Framkvæmdasviði, og Guðbjartur Sigfússon, deildarstjóri gatnadeildar, sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit frá Innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti í janúar 2006.

3. Lögð fram tilkynning Bílastæðasjóðs um fyrirhugað útboð á miðamælum á EES – svæðinu.

4. Lagt fram að nýju erindi skristofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 30. janúar sl., þar sem óskað er samþykkis innkauparáðs á tillögu varðandi val á hönnuðum vegna byggingar á Norðlingaskóla. Jafnframt er lagt fram minnisblað þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. í dag, um tillöguna. R06010213.
Samþykkt að lagt verði af stað í þessa vinnu.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs, og Þorkell Jónsson, deildarstjóri mannvirkjaskrifstofu, sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lögð fram tilkynning mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs þess efnis að öllum tilboðum hafi verið hafnað í verkið: Seljaskóli – viðbygging.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs, og Þorkell Jónsson, deildarstjóri mannvirkjaskrifstofu, sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14:04.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson