Innkauparáð - Fundur nr. 107

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 1. febrúar, var haldinn 107. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundaráðs dags. 27. janúar sl., um kynningu á breytingum á samningi um leigu á tækjum fyrir Fjölskyldugarðinn.
Ómar Einarsson, sviðstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, kynnti málið.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. janúar sl., þar sem tilkynnt eru úrslit í hugmyndasamkeppni um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Samþykkt að gengið verði til viðræðna við Palomar Pictures og Eignarhaldsfélagið fasteign ehf.
Ómar Einarsson, sviðstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, kynnti málið og vék síðan af fundi kl. 13.15.

3. Lagt fram erindi skristofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 30. janúar sl., þar sem óskað er samþykkis innkauparáðs á tillögu varðandi val á hönnuðum vegna byggingar á Norðlingaskóla. R06010213.
Frestað.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs, og Þorkell Jónsson, frá Framkvæmdasviði, sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Umræða um útboð á kjöti.

Fundi slitið kl. 14:06.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson