Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 17. janúar, var haldinn 104. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt er fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 12. janúar sl., þar sem óskað er eftir að innkauparáð heimili að gengið verði til beinna samningaviðræðna við Íslenska aðalverktaka hf. um að taka að sér hluta undirbúningsframkvæmda vegna lóðar fyrir tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt umsjón með heildarframkvæmdum Reykjavíkurborgar tengdum tónlistar- og ráðstefnuhúsi án undangengins útboðs. Einnig lögð fram umsögn Lögfræðiskrifstofu dags. í dag 17. janúar um erindi Framkvæmdasviðs.
Frestað.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmdasviðs, sátu fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 13:30.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson