Innkauparáð - Fundur nr. 103

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 4. janúar, var haldinn 103. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Menntasviðs dags. 30. desember sl., þar sem óskað er eftir að innkauparáð heimili að gengið verði til beinna samningaviðræðna um kaup á fjarkennslubúnaði og ráðgjöf við innleiðingu hans án undangengins útboðs.
Samþykkt.
Sigþór Örn Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatækniþjónustu Menntasviðs sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Framkvæmdasviðs dags. 5. desember sl., þar sem óskað er heimildar til að framlengja verksamning við Uppdælingu ehf. frá árinu 2003 um sandskipti 2003, 2004 og 2005 um eitt ár.
Samþykkt.

3. Ný samþykkt fyrir innkauparáð frá 20. desember 2005 lögð fram.

4 Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu yfir viðskipti sviða Reykjavíkurborgar í desember 2005.

5. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs dags. 14. desember 2005 þar sem dregin er til baka ósk um framlengingu á samningi um hreinsun gatna og gönguleiða.

Fundi slitið kl. 13:50.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson