Innkauparáð - Fundur nr. 100

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 7. desember, var haldinn 100. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Innkaupa- og rekstrarskrifstofa kynnti fyrirhugað útboð Menntasviðs og Velferðarsviðs á kjöti.
Stefnt að auglýsingu í byrjun árs og að málið komi aftur fyrir innkauparáð í mars / apríl 2006.

2. Farið yfir kynningu innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Menntasviðs á innkaupum Menntasviðs sem haldinn var 1. desember sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur.

3. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu dags. 5. desember sl. yfir viðskipti Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Íþrótta- og tómstundasviðs við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í nóvember 2005.

Fundi slitið kl. 14:18.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson