Innkauparáð
Í fyrsta lið fundargerðar nr. 1602 misritaðist skammstöfun stjórnarmanns þannig að í stað J.G.S. var ritað J.S.E.
Liðurinn eftir leiðréttingu er þá þannig:
1. Lagt fram bréf Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi val á verktökum í alútboð á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar, skv. forvali. (Frestað á síðasta fundi). Einnig lögð fram drög að útboðs-og verklýsingu. V.Þ.V. lagði fram tillögu um að ÓG bygg ehf., verði bætt við tillögu forvalsnefndar. Tillagan felld með 3 atkvæðum gegn tveimur. Samþykkt með 3 atkvæðum V.Þ.V. og J.G.S. sátu hjá að eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á þátttöku: Eykt ehf. og MT Höjgaard a.s., Íslenskum Aðalverktökum hf. og Ístaki hf.
Stefán Hermannsson mætti á fundinn vegna málsins.