No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 16. júní var haldinn 402. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Diljá Ámundadóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Snóks verktaka ehf. í útboði nr. 13998 Eggertsgata – Ingunnargata. Gatnagerð, veitur og jarðvinna. R17050145.
Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.
Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.
3. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. maí sl., varðandi upplýsingar um áætlun yfir listaverkakaup Reykjavíkurborgar árið 2017. R17010075. Bókun á síðasta fundi.
Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt svar. Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem lagt var fram á síðasta fundi.
4. Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.
Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit.
5. Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.
Innkauparáð óskar eftir nánari sundurliðun á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit.
6. Lagt fram yfirlit skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.
Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit.
7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í maí 2017. R17010075.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:43
Diljá Ámundadóttir [sign]
Björn Gíslason [sign]