Innkauparáð - Fundur nr.m 1602

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 25. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1602 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi val á verktökum í alútboð á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar, skv. forvali. (Frestað á síðasta fundi). Einnig lögð fram drög að útboðs-og verklýsingu. V.Þ.V. lagði fram tillögu um að ÓG bygg ehf., verði bætt við tillögu forvalsnefndar. Tillagan felld með 3 atkvæðum, 2 á móti. Samþykkt með 3 atkvæðum V.Þ.V. og J.S.E. sátu hjá að eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á þátttöku: Eykt ehf. og MT Höjgaard a.s., Íslenskum Aðalverktökum hf. og Ístaki hf. Stefán Hermannsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í lagningu Reynisvatnsvegar 2. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að legga til við borgarráð að tilboði Jarðvéla sf., að upphæð kr. 60.707.610 verði tekið.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í fóðrun holræsa 2002 - 2004, skv. útboði. Samþykkt að legga til við borgarráð að tilboði Fóðrunar ehf., að upphæð kr. 125.175.431 verði tekið.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í stálsmíði, jarðvinnu og stígagerð vegna göngubrúar yfir Miklubraut, skv. útboðum Vegagerðarinnar. Samþykkt að legga til við borgarráð að farið verði eftir framkomnum tillögum í bréfi Gatnamálastofu Reykjavíkur. Heildarkostnaður áætlaður 38,5 mkr.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 2-4 og 12.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á ýmsum fasteignum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Jóhanns Steimanns kr. 615.130 í 7 fasteignir. Sigurðar Eyþórssonar kr. 526.650 í 3 fasteignir. Alhliðamálunar ehf kr. 940.000 í 1 fasteign. Jóns G. Þórarinssonar kr. 504.800 í 2 fasteignir.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m., varðandi kaup á eldvarnarhurðum í Melaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Selóss ehf., að upphæð kr. 3.465.150 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í niðurrif og uppsetningu milliveggja í Mjódd, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði KG Byggingarfélags ehf., að upphæð kr. 1.329.500 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 5-76.

8. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 13. þ.m., varðandi kaup tölvum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf. kr. 1.883.686 í ferðatölvur og tilboði Opinna Kerfa hf. kr. 610.185 í borðtölvur. María Ingimundardóttir mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í fistölvur. Samþykkt verðkönnun. Jón S. Valdimarsson mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á tölvubúnaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Aco Tæknivals hf., að upphæð kr. 3.497.000. Linda B. Þormóðsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

11. Lagt fram bréf Háfells ehf, dags. 21. þ.m., varðandi útboðið “Reynisvatnsvegur 2. áfangi – Jónsgeisli og undirgöng”. Einnig lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar dags. 22. þ.m., varðandi sama mál.

12. Lagt fram bréf Vörubílstjórastöðvarinnar Þróttar, dags. 22. þ.m., varðandi útboð á sandskiptum í sandkössum á leiksvæðum.

Fundi slitið kl. 10:15

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhann Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir