Innkauparáð - Fundur nr. 9

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 14. maí, var haldinn 9. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstaddir voru: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðmanns Fasteignastofu frá 13. þ.m. um að fara í alútboð á hönnun og byggingu grunnskóla í Staðahverfi. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf forstöðmanns Fasteignastofu frá 13. þ.m., þar sem lagt er til að gerður verði samningur um fullnaðarfrágang innisundlaugar í Laugardal þannig að aðalverktaki sjái um stjórnun og rekstur vinnustaðar og samræmingu milli væntanlegra undirverktaka. Samið verði um umsjónarálag aðalverktaka á tilboði undirverkta. Frestað.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna mála 1 og 2.

3. Lagt fram bréf Berglindar Ólafsdóttur, Garðars Jóhannssonar og Hafsteins Sævarssonar frá 12. þ.m. um tilboð í innkaup á fiski fyrir Félagsþjónustu, Leikskóla og Fræðslumiðstöð. Frestað. Berglind Ólafsdóttir, Garðar Jóhannsson og Hafsteinn Sævarsson mættu á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 13. þ.m. um tilboð í endurnýjun Skólavörðuholts, 5. áfanga. Samþykkt að taka tilboði Nesprýði ehf. að fjárhæð kr. 46.741.930.

5. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 13. þ.m. um tilboð í lagningu gangstétta í sumar. Samþykkt að taka tilboði Fjölverks ehf. að fjárhæð kr. 45.896.500, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 9. þ.m. um tilboð í gatnagerð og lagnir í Norðlingaholti, 1. áfanga a og b. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Rauðhóls ehf. frá 13. s.m. um afstöðu stjórnarinnar til málsins. Samþykkt að taka tilboði Heimis og Þorgeirs ehf. að fjárhæð kr. 74.790.400 í a-hluta og tilboði EK véla ehf. og Vélaleigu Böðvars ehf. að fjárhæð kr. 61.940.753 í b-hluta.

7. Lagt fram til kynningar bréf gatnamálastjóra, dags. í dag, varðandi athugasemdir Ísteins ehf. frá 7. s.m. við útboð í fóðrun holræsa.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4-7.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m. um viðskipti stofnunarinnar í apríl.

Fundi slitið kl. 13.40.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson