Innkauparáð - Fundur nr. 8

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 30. apríl, var haldinn 8. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl 8.30. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálstjóri fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 29. þ.m. um tilboð í fóðrun holræsa, a-hluta. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Hreinsibíla ehf., að fjárhæð kr. 218.614.249.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 29. þ.m. um tilboð í fóðrun holræsa, b-hluta. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Hreinsibíla ehf., að fjárhæð kr. 218.614.249.

3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 25. þ.m. um tilboð í gerð 30 km hverfi og lagfæringu á aðgengi og gönguleiðum. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda BJ verktaka ehf. að fjárhæð kr. 42.989.760.

4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 29. þ.m., til Innkaupastofnunar, um kaup á járnsteyptum brunnlokum og niðurföllum. Gatnamálastjóri kynnti málið.

Fundi slitið kl. 9.00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson