Innkauparáð - Fundur nr. 7

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, föstudaginn 25. apríl, var haldinn 7. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.20. Viðstaddir voru: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 14. þ.m. um tilboð í sandskipti á leiksvæðum borgarinnar. Jafnframt lagt fram bréf Bortækni-Karbo ehf. frá 12. þ.m. til forstjóra Innkaupastofnunar varðandi málið og svar forstjórans, dags. 14. s.m. Samþykkt að taka tilboði Uppdælingu ehf. að fjárhæð kr. 62.247.000. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf forstöðumanna RUT og UTR frá 23. þ.m. um tilboð í Storage Area Network gagnadiskalausn. Samþykkt að taka tilboði Aco-Tæknivals ásamt þjónustusamningi að fjárhæð kr. 12.254.597. Sigurjón P. Kolbeins og Lilja Ólafsdóttir mættu á fundinn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 9.00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson