Innkauparáð - Fundur nr. 6

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 9. apríl, var haldinn 6. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu frá 8. þ.m. varðandi alútboð og val á verktökum í byggingu færanlegs tveggja deilda leikskóla að Bakkastöðum 77. Tveir af þremur umsækjendum uppfylla ekki skilyrði fyrir útboðsgögnum. Útboðið er því fellt niður. Jafnframt er veitt heimild til samningskaupaumleitanna við SG-hús.

2. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. yfir viðskipti stofnunarinnar í mars.

Fundi slitið kl. 12.55.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson