Innkauparáð - Fundur nr. 52

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 2. júní, var haldinn 52. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir forstjóri Innkaupastofnunar og Ólafur Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 28. f.m. varðandi útboð á endurnýjun Suðurgötu norðan Melatorgs, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Heimis og Þorgeirs ehf., að fjárhæð kr. 118.386.000,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. s.d. Samþykkt. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 24. f.m. varðandi útboð 1 á gangstígum 2004, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Urðar og grjóts ehf., að fjárhæð kr. 49.991.287,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag bjóðenda, dags. s.d. Samþykkt. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.

3. Haukur Leósson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi innkauparáðs 7. maí sl. var samþykkt að ganga að tilboði Ístaks hf. í gerð bílakjallara á Stjörnubíósreit með 193 stæðum að fjárhæð kr. 415,1 mkr. með vsk., eða 2,15 mkr. pr. stæði. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar, dags. 1. júní sl., kemur fram að kominn er á verksamningur við Ístak og er þar kostnaðurinn sagður 522 mkr. eða 2,7 mkr. pr. stæði. Óskað er skýringa á þessum mismun.

Fundi slitið kl. 13.40.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson