Innkauparáð - Fundur nr. 50

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 19. maí, var haldinn 50. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir forstjóri Innkaupastofnunar og Ólafur Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. varðandi útboð á lagningu gangstétta og ræktun, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Fjölverks ehf., að fjárhæð kr. 47.280.000,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. í dag. Samþykkt. Guðbjartur Sigfússon og Ólafur Stefánsson frá Gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m. varðandi þrjú útboð á malbiksyfirlögnum í Reykjavík, þar sem lagt er til að tekið verði tilboðum lægstbjóðenda sem hér segir: Útboð 1 Malbikunarstöðin Höfði hf. að fjárhæð kr. 71.332.833,-. Útboð 2 Loftorka ehf. að fjárhæð kr. 89.200.000,-. Útboð 3 Malbikunarstöðin Höfði hf. að fjárhæð kr. 89.648.832,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag bjóðenda, dags. í dag. Samþykkt. Guðbjartur Sigfússon og Ólafur Stefánsson frá Gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m. varðandi útboð á gerð 30 km hverfa og úrbætur á gönguleiðum, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði BJ verktaka ehf. að fjárhæð kr. 63.000.007,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag bjóðenda, dags. í dag. Samþykkt. Guðbjartur Sigfússon og Ólafur Stefánsson frá Gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 10. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í apríl 2004.

5. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 18. þ.m. varðandi útboð á hátalarakerfi fyrir stóra svið Borgarleikhússins, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Exton-Kastljósa ehf. að fjárhæð kr. 15.760.891,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. í dag. Samþykkt. Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram bréf Ólafs Garðarssonar hrl. frá 11. þ.m., þar sem hann, f.h. Monstro ehf., óskar eftir rökstuðningi að baki ákvörðun ráðsins varðandi útboð á steypu kantsteina, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs 5. þ.m. Samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að svara lögmanninum.

7. Lögð fram kæra Keflavíkurverktaka hf. til kærunefndar útboðsmála frá 11. þ.m. varðandi útboð á gerð bílakjallara við Laugaveg, ásamt athugasemdum borgarlögmanns, dags. 17. s.m.

Fundi slitið kl. 14.00.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson