Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 5. maí, var haldinn 48. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.50. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir forstjóri Innkaupastofnunar og Ólafur Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 27. f.m. varðandi útboð á steypu kantsteina árin 2004 til 2006, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Véltækni ehf., að fjárhæð kr. 54.669.198,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 28. s.m. Samþykkt. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. varðandi niðurstöðu matsnefndar í útboði vegna rammasamnings um kaup á ljósritunarpappír fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að gerður verði rammasamningur til tveggja ára við Egilsson hf. og Prentsmiðjuna Odda hf.. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækjanna, dags. 16. f.m. Vísað til umsagnar borgarlögmanns. Guðbjörg Eggertsdóttir frá Innkaupastofnun sat fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 13.20.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson