Innkauparáð - Fundur nr. 45

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 14. apríl, var haldinn 45. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.05. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun, Kristinn J. Gíslason frá Fasteignastofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 31. f.m. varðandi KR gerfigrasvöll, 2. áfanga, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Klufta ehf., að fjárhæð kr. 50.156.345,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunnar, dags. s.d., um skoðun á fjárhag félagsins. Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 6. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í mars 2004.

Fundi slitið kl. 13.30.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson