Innkauparáð - Fundur nr. 443

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 13. desember var haldinn 443. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. desember 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Snæland Grímsson ehf. og SBA – Norðurleið, sem áttu hagkvæmustu tilboð í EES útboði nr. 14346 Rammasamningur um skipulagðan akstur fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. R18100355.

Samþykkt.

-    Kl. 13:09 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

Hjalti Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram að nýju erindi Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, dags. 27. nóvember 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við Hreint ehf. til 31. mars 2020, í EES útboði nr. 13860 Ræsting fyrir Frístundamiðstöðina Kringlumýri. R17020028. Frestað á fundi 6. desember 2018. Einnig lagt fram svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 5. nóvember 2018, varðandi útvistun verkefna hjá Reykjavíkurborg.

Samþykkt.

3.    Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofa miðlægra stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 24. október 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2018, sbr. 4. lið fundargerð innkauparáðs frá 8. nóvember 2018. R18010001.

Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 7. desember 2018, við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi það að raforkukaup hjá Reykjavíkurborg, skuli ekki boðin út, sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 29. nóvember 2018. R18010001.

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans ítreka að samkvæmt svari frá FMS falla viðskipti Reykjavíkurborgar við Orkuveitu Reykjavíkur um raforkukaup hvorki undir ákvæði laga um opinber innkaup né innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Fullyrðing í bókun Sjálfstæðisflokksins frá fundi innkauparáðs 29. nóv. sl. að lög um opinber innkaup og innkaupareglur Reykjavíkurborgar séu brotin með núverandi framkvæmd á raforkukaupum borgarsjóðs er þar með röng.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Þó Reykjavíkurborg sé ekki að brjóta eigin reglur við orkukaup þá er ekkert sem bannar það að setja raforkukaup í útboð. Þannig væri hægt að spara talsverðar upphæðir á ári hverju enda ekki um neina smápeninga að ræða kr. 665 milljónir sem eingöngu A-hluti borgarinnar greiðir árlega. Leiða má líkur að því að borgin sé að brjóta sínar eigin reglur enda er hvergi kveðið á um undanþágu í innkaupareglum hvað raforkukaup varðar. Þá státar borgin sig af því að ganga lengra en lög um opinber innkaup kveða á um, að minnsta kosti láta þau hafa það eftir sér á tyllidögum. Reykjavíkurborg á að ganga framar en reglur nákvæmlega kveða á um, þegar kemur að ráðdeild og hagkvæmni í rekstri. Slíkt væri til fyrirmyndar í opinberri stjórnsýslu. Það væri einnig til eftirbreytni hjá stjórnendum stofnana borgarinnar og skerpti almennt á kostnaðarvitund og rekstrarábyrgð.

5.    Lagt fram svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 4. desember 2018, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi heildarkostnað við raforkukaup hjá Reykjavíkurborg síðastliðinn 10 ár, sbr. 7. lið fundargerðar innkauparáðs frá 29. nóvember 2018. R18010001.

Fundi slitið kl. 13:52

Sabine Leskopf

Alexandra Briem     Örn Þórðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.12.2018 - prentvæn útgáfa