Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, fimmtudaginn 6. desember var haldinn 442. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, dags. 27. nóvember 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við Hreint ehf. til 31. mars 2020, í EES útboði nr. 13860 Ræsting fyrir Frístundamiðstöðina Kringlumýri. R17020028.
- Kl. 13:07 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.
Frestað.
Snorri Örn Arnaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 3. desember 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að frávikstilboði lægstbjóðanda, Crayon Iceland ehf., í EES útboði nr. 14330 Microsoft EAS hugbúnaðarleyfi. R18100350.
Samþykkt.
Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Ólöf Björg Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 30. nóvember 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Origo hf., í útboði nr. 14369 Upplýsingaskjáir utan á fundarherbergi. R18110114.
Samþykkt.
Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Ólöf Björg Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 3. desember 2018, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í nóvember 2018. R18010001.
5. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2018. R18010001.
Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
Innkauparáð þakkar fyrir yfirferð á innkaupum aðalsjóðs og eignasjóðs umhverfis- og skipulagssviðs. Innkauparáð áréttar að leitað sé heimildar ráðsins fyrirfram þegar keypt er vara eða þjónusta yfir viðmiðunarfjárhæðum, enda séu réttmætar ástæður fyrir því í samræmi við undanþáguheimild innkaupareglna.
- Kl. 14:14 víkja Eyþóra K. Geirsdóttir og Jóhanna E. Hilmarsdóttir af fundi.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Umræða var um rammasamninga og innkaup borgarinnar sem undir Skipulag- og samgönguráð heyra. Gagnrýnt er að enginn rammasamningur er í gildi hjá borginni hvað varðar arkitekta,- verkfræði- og hönnunarþjónustu síðan 2014. Við skoðun á rekstri borgarinnar þá hefur komið í ljós að ótrúlegar háar upphæðir fara í þessa verkþætti í nánast öllum verkefnum sem hafa farið í sumum tilfellum gríðarlega framúr fjárhagsáætlunum. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar saman þá gefur það tilefni til frekari skoðunar að hálfu borgarráðs og innri endurskoðanda. Gera verður tafarlaust rammasamning að hálfu borgarinnar vegna þessara verkþátta til að ná fram sparnaði og gegnsæi við innkaup.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 14:39
Sabine Leskopf
Alexandra Briem Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 06.12.2018 - prentvæn útgáfa