Innkauparáð - Fundur nr. 441

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 29. nóvember var haldinn 441. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Alexandra Briem, Þorkell Heiðarsson og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og rekstur Reykjavíkurborgar, dags. 26. nóvember 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Programm ehf., Deloitte ehf. og Kolibri ehf. sem hlutu flest stig samkvæmt matslíkani útboðsgagna, í EES útboði nr. 14246 Rammasamningur um fjárhagsaðstoð vegna rafvæðingu ferla. R18060216.

Samþykkt.

Edda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. nóvember 2018, varðandi heimild til viðbótarkaupa á þjónustu við QlickSense hugbúnað, með vísan í samkeppnisviðræður nr. 13639 Hugbúnaður fyrir stjórnendaupplýsingakerfi. R15120082. 

Samþykkt.

Þórhildur Ósk Halldórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram að nýju yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. október 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2018. Frestað á fundi 8. nóvember 2018. Einnig lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. nóvember 2018, varðandi upplýsingar um áætluð listaverkakaup Reykjavíkurborgar árið 2018, sbr. 5. lið fundargerðar innkauparáðs frá 8. nóvember 2018. R18010001.

 

Huld Ingimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 15. nóvember 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13796 Prent- og ljósritunarþjónusta til 26. desember 2019. R16090203. 

Samþykkt.

5.    Lögð fram svör fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 17. nóvember 2018, við fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi verkbeiðnabækur, risnu- og veislukostnað og raforkukaup hjá Reykjavíkurborg, sbr. 5., 6. og 7. liði fundargerðar innkauparáðs frá 18. október 2018. R18010001.

6.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði telur það með öllu óásættanlegt að raforkukaup borgarinnar A-hluti (þ.e. aðal- og eignasjóðs), sem hljóðar upp á 665 milljónir kr. á árinu 2017 skuli ekki vera boðin út. Upphæðin sem hér um ræðir er u.þ.b. 95 sinnum hærri en sú upphæð sem innkaupreglur borgarinnar kveða á um. Þessu til stuðnings nægir að vísa til 11. gr. innkaupreglna Reykjavíkurborgar þar sem segir að skylt sé að viðhafa innkaupaferli fari fjárhæð vörukaupa yfir 7 milljónir kr. Þannig má öllum vera ljóst að Reykjavíkurborg er enn á ný að þverbrjóta  sínar eigin reglur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks gerir mjög svo alvarlegar athugasemdir við þetta enda er ljóst að við innkaup á raforku er skylt að viðhafa útboð fari upphæðin yfir 7 milljónir króna. Enn fremur hvort um sé að ræða brot á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Vísað er í 3. grein reglugerðar nr. 178/2018 um viðmiðunarfjárhæðir.

Fulltrúar Pírata og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúar Pírata og Samfylkingar benda á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falla ekki undir lög um opinber innkaup sbr. 13. grein.

7.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hver er heildarkostnaður við raforkukaup hjá Reykjavíkurborg A-hluta (þ.e. aðalsjóður og eignasjóður) á tíu ára tímabili frá og með 2008 til og með 2017? Vinsamlega tilgreinið hvert ár fyrir sig. 

Fundi slitið kl. 13:48

Alexandra Briem

Þorkell Heiðarsson    Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 29.11.2018 - prentvæn útgáfa