Innkauparáð - Fundur nr. 440

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 22. nóvember var haldinn 440. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Eyþóra Geirsdóttir og Ívar Örn Ívarsson frá embætti borgarlögmanns. 

Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags.20. nóvember 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Wiium ehf. í útboði nr. 14335 ÍR vallarhús – Frágangur innanhúss. R18100218.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags.21. nóvember 2018, varðandi heimild til framlenginga á samningum í útboð um nr. 13597, 13598, 13599 og 13600 reglubundið viðhald pípulagna í ýmsum húseignum Reykjavíkurborgar. R15090064, R15090065, R15090066, og R15090067. 

Samþykkt.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags.21. nóvember 2018, varðandi heimild til framlenginga á samningum í útboð um nr. 13603.13604, 13605 og 13606 reglubundið viðhald loftræsingar í ýmsum húseignum Reykjavíkurborgar. R15090167, R15090168, R15090169, og R15090170. 

Samþykkt.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. nóvember 2018, varðandi heimild til samningskaupa á jarðvinnu vegna Vísindagarða Háskóla Íslands – Bjargargata. 

Samþykkt. 

Fundi slitið kl. 13:16

Sabine Leskopf 

Alexandra Briem    Björn Gíslason 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 22.11.2018 - prentvæn útgáfa