Innkauparáð - Fundur nr. 44

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 7. apríl, var haldinn 44. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.10. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 1. þ.m., þar sem óskað er heimildar til framhaldskaupa á fóðrun holræsa af Fóðrun ehf., að áætlaðri fjárhæð 35 mkr. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunnar frá 9. f.m. um skoðun á fjárhag félagsins. Samþykkt. Guðbjartur Sigfússon frá Gatnamálastofu sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 2. þ.m. varðandi stækkun á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Keflavíkurverktaka hf., að fjárhæð kr. 240.044.691,-. Samþykkt. Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14.25.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson