Innkauparáð - Fundur nr. 439

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 15. nóvember var haldinn 439. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. nóvember 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Munck Íslandi ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í Alútboði nr. 14213 Fjölnota íþróttahús í Suður - Mjódd. R18030179.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 13. nóvember 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13750 Sjávarfang til 15. nóvember 2019. R16080020. 

Samþykkt.

3.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 10. júlí 2018, varðandi beiðni Papco hf. um framsal rammasamnings nr. 13610 Hreinlætisvörur til Papco fyrirtækjaþjónustu ehf. Frestað á fundi 16. ágúst 2018. Einnig lagðar fram frekari upplýsingar frá Papco hf., dags. 15. október 2018 og bréf innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 7. nóvember 2018. R16030070. 

Samþykkt.

4.    Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokkssins varðandi upplýsingar um hvað Háskólinn í Reykjavík hefur greitt í endurbótum vegna Nauthólsvegar 100 og hvað Háskólinn í Reykjavík hefur greitt í leigu eða ehf. í eigu HR frá undirritun leigusamnings til dagsins í dag,  sbr. 11. lið og 12. lið fundargerðar innkauparáðs frá 8. nóvember 2018. R18010001.

5.    Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokkssins varðandi beiðni um afrit af leigusamningum við leigutaka Mathallarinnar við Hlemm, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 18. október 2018. R18010001.

Fundi slitið kl. 13:22

Sabine Leskopf 

Alexandra Briem        Björn Gíslason 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 15.11.2018 - prentvæn útgáfa