Innkauparáð - Fundur nr. 438

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 8. nóvember var haldinn 438. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2018, þar sem lagt er til að semja við Olíuverzlun Íslands hf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14341 Klór. R18100224.

Samþykkt.

Steinþór Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2018, þar sem lagt er til að semja við lægstbjóðanda, Mjöll Frigg ehf. í útboði nr. 14342 Baðsápa. R18100225.

Samþykkt.

Steinþór Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lögð fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. október 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. - 4. ársfjórðungi 2017 og á 1.- 3. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Steinþór Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram yfirlit skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 24. október 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Frestað.

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Óskað er eftir viðveru fulltrúa skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á næsta fund til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

5.    Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. október 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2018. R18010001. 

Frestað 

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um áætlun yfir listaverkakaup Reykjavíkurborgar árið 2018. Eins óskar  ráðið eftir viðveru fulltrúa menningar- og ferðamálasviðs á næsta fund til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

6.    Lagt fram að nýju yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. september 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2018, sbr. 3. lið fundargerðar innkauparáðs frá 25. október 2018. R18010001. 

Bryndís Eva Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í október 2018. R18010001.

8.    Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála nr. 5/2018, dags. 11. október 2018, í máli DK hugbúnaðar ehf. gegn Reykjavíkurborg og Öryggismiðstöð Íslands hf., Samkeppnisviðræður nr. 14040 Verslunarkerfi. R17070096.

-    Kl. 14:15 víkur Jón Pétur Skúlason af fundi.

9.    Fram fer umræða um svar byggingafulltrúa sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 25. október 2018 tekin inn með afbrigðum að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Óskað er eftir því að borgarráð taki afstöðu til þess hvort farið verði í úttekt á eldvarnarkápum/klæðningum í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar vegna þess atviks sem upp kom í Laugarlækjaskóla nýverið. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáði mælist til þess að slík úttekt fari fram enda er um töluvert áhyggjuefni að ræða komi upp eldur í klæðningum, sams konar þeirri sem er í Laugarlækjaskóla. Rétt er að geta þess að fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáði hefur starfað sem slökkviliðsmaður. 

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata gera athugasemd við það að fram lögð bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks falli ekki undir verksvið Innkauparáðs

10.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokkssins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvaða vinna er hafin við gatnagerð í Einarsnesi vegna fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á landi neyðarbrautarinnar? Þá er jafnframt spurt hvort búið sé að deiliskipuleggja svæðið? Enn fremur óskar fulltrúi Sjálfstæðisflokks eftir að vita hvaða verkfræðistofa hefur verkið með höndum og var verkið boðið út?

    

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata gera athugasemd við það að fram lögð fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks falli ekki undir ábyrgðarsvið Innkauparáðs, eins benda fulltrúarnir á að væntanlega sé átt við NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar

11.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokkssins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvað hefur Háskólinn í Reykjavík greitt í endurbótum vegna Nauthólsvegar 100, sbr. leigusamning sem undirritaður var 25. september 2015 á milli Reykjavíkurborgar og einkahlutafélags í eigu HR?

12.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokkssins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvað hefur Háskólinn í Reykjavík greitt í leigu eða ehf. í eigu HR frá undirritun leigusamnings til dagsins í dag? Enda hefur Reykjavíkurborg nú þegar afhent braggann, sem matsölustað stúdenta við HR.

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata gera athugasemd við það að fram lögð fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks falli ekki undir ábyrgðarsvið Innkauparáðs

Fulltrúi Sjálfstæðisflokkssins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkaupasráði bendir á að innkauparáð hefur á hendi eftirlitshlutverk samkvæmt 5. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og m.a. að svið og stofnanir borgarinnar fylgi innkaupastefnu og innkaupareglum Reykjavíkurborgar

Fundi slitið kl. 14:41

Sabine Leskopf

Alexandra Briem    Björn Gíslason

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 8.11.2018 - prentvæn útgáfa