Innkauparáð - Fundur nr. 437

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 25. október var haldinn 437. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. október 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda E. Sigurðssonar ehf. í útboði nr. 14326 Hestháls 14 – breyting á húsnæði Strætó. R18090119

Samþykkt.

-    Kl. 13:02 taka Jón Pétur Skúlason og Ívar Örn Ívarsson frá embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2018. R18010001

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    

Ráðið þakkar fyrir yfirferð umhverfis- og skipulagssviðs og óskar eftir minnisblaði þar sem farið er yfir hvernig kostnaðaráætlanir í verkum yfir 56,0 m.kr. sem lauk á tímabilinu 25. október 2016 til 25. október 2018 hafa staðist. Einnig óskar ráðið eftir yfirferð varðandi yfirstandandi undirbúningsvinnu vegna mögulegra notkunar á gagnvirku innkaupakerfi vegna kaupa á sérfræðiþjónustu.

Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. september 2018, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2018. R18010001

Frestað. 

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Óskað er eftir viðveru fulltrúa velferðasviðs Reykjavíkurborgar á næsta fund til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

4.    Lagt fram svar byggingafulltrúa, dags. 22. október 2018, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokkssins á fundi 18. október 2018, varðandi eldvarnarkápu í grunnskólum og hvort útboð hafi átt sér stað síðustu 5 ár varðandi framkvæmdir og endurbætur vegna brunavarna í leik- og grunnskólum borgarinnar. R18010001

5.    Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5. október 2018, varðandi loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar - Kaup og leiga á bifreiðum - umsögn innkaupadeildar.

Fundi slitið kl. 13:47

Sabine Leskopf

Alexandra Briem    Björn Gíslason

 

PDF útgáfa fundargerðar
innkauparad_2510_0.pdf